Mér persónulega finnst stelpur vera persónuleikalausar þegar allar eru í eins gallabuxum og gelgjutoppum og búnar að sletta meiki framan í sig. Það er mikið flottara að búa sér til sína eigin tísku. Auðvitað finnst manni stundum eitthvað flott sem er í tísku og það er allt í besta lagi. Málið er bara að það mætti halda að 13-15 ára unglingsstelpur séu klónaðar! Þær eru langflestar alveg nákvæmlega eins. Ég þoli líka ekki þegar stelpur byrja að væla yfir fáránlegustu hlutum! T.d. þegar þær brjóta á sér nögl eða ef þær eru ómálaðar og klikkast alveg yfir því. Stelpa hefur ekki sjálfstraust ef hún þarf stanslaust að fela andlitið á sér á bak við meik, maskara og allskonar kjaftæði. Stelpurnar eru líka yfirleitt fallegri ómálaðar!
Hvað sjáið þið strákar annars við stífmálaðar stelpur sem eru allar eins?
Tek fram að ég hef ekkert á móti stelpum sem fylgjast með tískunni eða mála sig. Þetta er mitt álit.
Ég hef mínar skoðanir…