Veistu það, að þegar ég var í grunnskóla frá 8. - 10 bekkjar, var ég alveg látin vera, ég var alltaf ein enginn vildi vera með mér, sama hvað ég reyndi! Upp úr því kom þunglyndi, fólk sem ég mætti út á götu var ég viss um að hugsaði að ég væri ljót ef það horfði á mig, mér leið hræðilega!!
Núna í dag er ég ef ég á að segja það sem öðrum strákum og stelpum finnst, sæt stelpa, ég hef fríkkað síðan í grunnskóla, er núna í litlum heimavistaskóla út á landi og á svo nóg af góðum vinum! þetta held ég sé besta tímabil lífs míns!!
Það dæma flestir eftir útlitinu, hvort sem maður er sætur eða ljótur, stelpur til dæmis, dæma sætu gelluna, kalla hana druslu, hvað er hún eigilega að þykjast vera? bara afþví þær eru afbrýðisamar út í hana! það er satt! og flottu strákarnir, við stelpurnar höldum oftast að hann sé góður með sig, bara afþví okkur finnst hann svo sætur! og svo setjum við út á ljóta fólkið því okkur finnst það ljótt!
Ég í dag dæmi örsjaldan eftir útlitinu! ég á bæði ljóta og sæta vini, og mér þykir þeir sætu ekkert skemmtilegri heldur en þeir sem eru kannski ekki langsætastir! Ég er vaxin upp úr svoleiðis hlutum!
Bíddu bara! þó þér finnist þú kannski ljót núna vegna lélegs sjálfsálits, því það þarf ekkert að vera að þú sért það, að þá verður maður oft sætari með árunum! ef þér finnst þú ljót, geislar það svo af þér, að hinir nærast á því! Láttu þessar ömurlegu stelpur eiga sig! þær eru alls ekkert betri en þú! Þetta er erfitt núna, en seinna meir mun þér vegna vel og þessar “gellur” verða algjörar lummur! þín mun bíða betri framtíð!
stattu þig bara! vonandi var þetta ekkert of ruglandi fyrir þig! ;) Ég stend allavega með þér!
Freyzí Kreisí!