Kæru hugarar.
Ég er búin að vera óánægð með sjálfan mig í þó nokkurn tíma og þetta er eitthvað sem ég ræði ekki um við aðra. Þessvegna ákvað ég að nýta mér þennan (nafnlausa) vef, til að tala út um þetta. Ég var ekki viss hvert ég átti að setja þessa grein en á endanum ákvað ég að “tíska og útlit” passaði ágætlega.
Þannig er mál með vexti að ég er gagrýning manneskja, þá sérstaklega hvað sjálfa mig varðar. Þið vitið öll að flott föt, góður vöxtur, útlit og allt það er það fyrsta sem fólk tekur eftir. Satt að segja er ekkert af þessu sem er vandamál fyrir mig þannig séð, það eina er að ég er með lítið brjóst.
Nú hugsa allir eflaust, ohh ekki enn eina ferðina. En mér finnst þetta alveg eiga fullan rétt á smá samræðum eins og offita, anorexia, tíska og allt það.
Ég heyri alltaf “þú samsvarar þér bara mjög vel”. En samt sem áður er ég með mikla minnimáttarkennd yfir þessu. T.d. bara í hvert skipti sem ég fer í íþróttir, kvíður mér fyrir að þurfa að fara í sturtu. Málið er líka að þegar að strákum kemur þá er ég alltaf svo hrædd að valda þeim vonbrigðum. (Ég veit þetta hljómar fáránlega), en þið vitið öll mætavel hvernig brjóst eru í strákanna augum. Ég get aldrei notið mín almennilega og í rauninni er meiri mórall í mér í sambandi við þetta heldur en það er hjá öllum öðrum.
Ég hef mikið verið að spá í silikon. En þá er alltaf spurningin, vil ég virkilega fórna öllu því sem ég hef fyrir bara fyrir útlitið. Hvernig er það eiginlega í sambandi við þessar aðgerðir, geta þær ekki bara gert illt verra? Ég hef líka heyrt talað um svokallað saltvatn, sem er mun eðlilegra. Jafnvel bara um lyfjameðferð?
Hvað er það sem þið mælið með? Ef það er aðgerð, meðferð eða eitthvað svoháttar, hvað af því er það sem þið teljið best?
Ég vonast til að fá ráðleggingar.
- Hestagellan.