Hæhæ.
Það er mikið búið að ræða hérna um fitu og að vera feitur. Langaði mig að benda fólki á OA samtökin.

Við í O.A. samtökunum höfum fundið leið til að losna undan áþján ofáts með því að deila reynslu okkar og styðja hvert annað.

Við bjóðum velkomna alla þá sem vilja losna undan matarfíkn. Við höfum engin þátttökugjöld. Hver deild er rekin með okkar eigin frjálsu framlögum og samtökin hafna allri utanaðkomandi fjárhagsaðstoð.

O.A. samtökin tengjast engum félagsskap öðrum, pólitískum, trúarlegum eða hugmyndafræðilegum og taka ekki afstöðu til málefna annarra en sinna eigin.

Meginmarkmið okkar er að halda okkur frá hömlulausu ofáti og bera boðskap samtakanna til þeirra sem enn þjást af matarfíkn.

O.A. samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum í janúar árið 1960 og á Íslandi í febrúar 1982.

Hömlulaust ofát er líkamlegur, tilfinningalegur og andlegur sjúkdómur. Til að öðlast bata höfum við nokkrar tillögur, en minnumst þess að kerfið er byggt á andlegum grundvelli eins og fram kemur í sporunum tólf.

Við erum ekki klúbbur megrunaraðferða eða hitaeiningatalinga. Við temjum okkur fráhald frá ofátinu og með tímanum minnkar mataráhuginn að mun og yfirgefur okkur aðlveg í sumum tilfellum. Við þurftum að tileinka okkur alveg nýjan hugsunarhátt til að ráða við okkar innri óróa. - Að lifa lífinu í stað þess að láta berast með því. - Með öðrum orðum: Að taka upp nýja lífshætti.


Endilega kíkiði á www.oa.is eða sendiði mér skilaboð ef þið hafið spurningar.