Þegar ég var yngri fór ég til spákonu.
Hún sagði meðal annars að ég væri pjöttuð og myndi
versna með aldrinum. Ég var voða gella þá og þurfti enga
spákonu til þess að segja mér að ég væri pjöttuð ..hehe.
Ég er ennþá gella *roðn* en ekki næstum því eins pjöttuð og
ég var þarna um árið þegar ég heimsótti þessa spákonu.
Hefði betur eytt peningunum í annað.
Pjattið hefur verið á undanhaldi með auknum þroska, Já með auknum
þroska, ég sá það ekki þá en ég sé það núna.
Fyrir um tíu árum síðan, þá kom mér ekki til hugar að fara
út í sjoppu ómáluð og ekki með hvert hár á sínum stað!
Ef dyrabjallan hringdi og ég var ótilhöfð, þá bara opnaði ég
ekki - svo einfalt var það.
Ég gekk aldrei í flatbotna skóm, þeir voru einfaldlega ekki
sexý en háir hælar voru það!
Svo skildi ég ekkert í því að ég strákarnir flúðu alltaf eftir
nokkra daga kynni.. en ég skil það mætavel í dag!
Í dag forgangsraða ég lífi mínu öðruvísi.
Það sem er mér efst í huga er heimlili mitt , börnin mín og eiginmaður ( tókst loks að krækja í einn ) og heilsan.
Ég get hlaupið út í búð ógreidd og ómáluð í joggingallanum
án þess að fara hjá mér og ég geng í flatbotna skóm þegar
mér dettur það í hug.
Fyrir tíu árum eða svo, var útlit og tíska aðalmálið í lífi
mínu. Ég VAR útlit og tíska!
Enginn mátti sjá mig öðruvísi en vel málaða og flott klædda.
Ég held nefnilega að ég hafi haft allt mitt sjálfstraust í útliti
mínu og tísku.
En sem betur fer getum við breyst og farið að skoða okkur sjálf
og lífið í öðru ljósi.
Mér líður ofsalega vel í dag, laus úr viðjum pjattrófunnar, og er
frelsinu mikið fegin!
Þó skiptir tíska og útlit mig töluverðu máli.
Ég er alltaf fín til fara í vinnunni, og vel tilhöfð.
Bæði hef ég gaman af því að klæða mig töff og svo finnst mér
nauðsynlegt að vera vel til fara í þeirri vinnu sem ég er í.
En þegar heim er komið er frábært að skella sér úr fína dressinu, og í jogginbuxurnar, taka hárið niður , þrífa andlitið og
vera bara ég ..berskjölduð.