Eins og þið hafið mörg tekið eftir fjölluðu fréttir á Stöð 2 í kvöld um greinina sem vara birt í síðasta tölublaði Æskunnar.
Ef ég tek orðrétt úr Æskunni stendur þetta: “Flottast er að láta sjást í nærbuxur sem eru hannaðar til þess arna. Enda væri sennilega ekki flott að láta sjást í stórar hvítar bómullarnærbuxur - eða hvað?”
Ég vil líka benda á það að fyrirsögn greinarinnar er: “Í vetur sýnum við strengi”
Fréttir stöðvar 2 tóku viðtal við ritstjóra Æskunnar og sagði hún að það átti að koma texti um hvað þetta væri asnaleg tíska og að þessi texti sem stóð hvað þetta væri flott kom bara óvart með.
Ég bara spyr: hvernig er óvart hægt að láta svona texta koma með?
Fólk sem vinnur við svonalagað gáir auðvitað hvort að það vanti einhverja síðu inn í blaðið áður en þau prenta það út og dreifa til flestra barna í grunnskóla.
Þar að auki eru 9 stórar myndir af gínurassi í gallabuxum með strengina upp úr buxunum.
Stelpur á grunnskólaaldri geta ekki skilið að þetta sé rangt þegar þau lesa blaðið. Hugsa bara: Hmm….vá hvað þetta er flott. Ég ætla að biðja mömmu um að kaupa svona handa mér. Fyrst að Æskan segi að þetta sé tískan í dag fyrir okkur hlýtur þetta að vera flott.
Ég sá nú um daginn í Hagkaupum til sölu barna Gstreng fyrir stelpur frá 6 ára aldri.
Hvernig er þessi heimurinn orðinn?
Er flott að sýna á sér hálfa boruna eins og einhver vændiskona?
Æskan hefur nú lækkað alveg snarlega í áliti hjá mér.
Gaman væri að heyra ykkar skoðun á þessu….
Með fyrirfram þökk!