Hæhæ… Auðvitað er útlitið ekki aðal málið en það er bara þannig að flest fólk dæmir fyrst eftir útlitinu þannig að ef maður gengur um klæddur eins og róni getur verið að sumt fólk líti ekki við manni eða sé ekki jafnkurteist og við annað snyrtilegt fólk.
Það var komið svo mikið af greinum um þetta hvað sumar stelpur væru ungar að mála sig og ganga í g-strengum, mér fannst eigilega komið nóg af því og ákvað því að skrifa grein um eitthvað annað; skemmtilegra.
Það er slatti af stelpum sem mála sig frekar klunnalega og ég safnaði saman slatta af góðum ráðum sem hægt er að nota daglega eða við fín tækifæri. Margar setja bara maskara á sig fyrir virkan dag en mála sig meira þegar þær fara eitthvað út (eins og t.d. ég =) en aðrar mála sig meira á daginn…
Augun: Flestar stelpur leggja aðal áherslurnar á augun og næstum það mesta sem málingin er er fyrir augun. Ef þú ert með bauga er gott að setja kremaðan felulit sem er örlítið ljósari en húðin þín yfir augnsvæðið. Best er að setja hann með puttanum, bara þar til skyggingin er horfin. Hægt er að lýsa upp allt augnsvæðið með ljósum augnskugga og breiðum augnskuggabursta. Settu fína línu með eye-liner á augnlokið (alveg við augnhárin) það mótar augun og gerir þau opnari og falleg. Þú getur líka sett eins línu á neðri augnháralínuna. Þurkið allt sem hefur farið útfyrir með eyrnapinna eða bómul. Ef þú ert með bein augnhár er fallegt að nota brettara til að bretta upp á þau en það er ekki nauðsynlegt. Þegar þið setjið maskarann svo á byrjið þá á aunghársrótinni og farið upp. En passið að augnhárin séu ekki klesst saman og ekki nota of þurran maskara.
Varir: Það er ekki mikið sem hægt er að gera fyrir varirnar. Hægt er að nota gloss eða varalit. Svo geturu sett varalitablýant til að móta varirnar. B-vítamín er gott fyrir sprungnar varir, þá er gott að taka 50 millígrömm á dag.
Meik, púður, kinnalitir og krem: Ekki nauðsynlegt daglega en mjög gott við fínni tækifæri. Ekki nota púður sem er ekki dekkra en þín húð. Notaðu ljósan kinnalit það gefur þér heilbrigt útlit. Húðin verður mjúk og ferskleg af rakakremum og einnig gott að nota dagkrem.
Hár: Ef þú villt fá meiri fyllingu í hárið blástu þá með hárblásara á hárið. Ef þér finnst þú þurfir að fríska aðeins upp á hárið seinna um daginn, bleyttu þá fingurna og rótaðu upp í hárinu við hársræturnar. Sjálf er ég með meðalsítt, þykkt liðað hár og það tekur sirka 1 tíma að slétta það með sléttujárni, en ég nenni því ekki alltaf þannig að það er voða sniðugt að strauja á sér hárið (og þetta virkar rosalega vel, þetta á við um sítt hár). En ef þú ert með stutt hár eru til nokkrar styling vörur.
Neglur: Fallegast er að halda nöglunum hreinum og snyrtilegum. Það er ekki fallegt að vera með flagnað naglalakk og þá er betra að hreinsa það burt með naglalakkaleysi og setja það upp á nýtt en að naglalakka yfir hitt.
Svo mæli ég sérstaklega með því að þú hreinsir andlitið á þer áður en þú ferð að sofa því annars myndast bólur og svo geturu líka fengið sýkingu í augun.
Yrsa =)