Ég er 16 og er með slatta af hári sem fer í krullur ef ekkert er gert í því þannig að ég fór að blása á mér hárið og nota sléttujárn (´Notaði hárblásarann og sléttijárnið frá systur minni) og það hafði góðan árangur, en nú er hún flutt að heiman og ég á engan pening til að kaupa mér svona dæmi þannig að ég fer niður í sundlaug til að blása á mér hárið.
Það sem er skrítið við það er hvað allir karlarnir verða hissa að sjá einhvern karlkyns að nota hárblásara á réttan hátt.
Mér finnst ekkert skrítið að sjá konu gera karlmannlega hluti, enda er búið að negla það inn í hausinn á manni í fréttum og öðru að konur geti gert hvað sem þær vilja.
Er ekki bara kominn tími til að berjast fyrir því að karlar fái að hugsa um útlitið án þess að vera taldir hommar eða klikkaðir egóistar ?
Bara smá pæling……
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”