Nú er fólkið í afríku og fleiri að berjast fyrir því að yfirvöld hætti að greyða niður hjá bændum í hinum vestræna heimi. Þetta þýðir það að ef því yrði hætt kæmust þróunarlöndin inn á markaðinn og gætu lifað betra lífi. Hingað til hafa yfirvöld hinna vestrænu landa lagt gífurlegan toll á varningin sem kemur frá þessum löndum og lækkað verðið frá sínum löndum þannig að allt verður jafn dýrt. Þið eruð líklegast að velta því fyrir ykkur hvað þetta kemur tískunni við en málið er að þegar ég var að velta þessu fyrir mér var mér litið niður á nýju disel buxurnar mínar og hugsaði með mér hvað mikið af 14000 krónunum sem ég borgaði fyrir buxurnar renni til þeirra sem unnu við gerð efnisins sem kemur frá þróunarlöndunum. Þjóðfélagið hefur verið hannað þannig að þeir í fátækulöndunum fá varla meira en 1% af peningunum sem koma í kassan fyrir varninginn en samt vinna þeir mestan hluta af vörunni.
Og hverjir eru það þá sem græða? Nú auðvitað þeir sem eru þegar ríkir fyrir. Og ég vellti fyrir mér þeirri spurningu hverðu ósangert þetta væri. Svo ég ákvað að vera ekki lengur svona mikill tískuþræll og hætta að versla öll þessi merki eins og Disel og Levis bara af því að öðrum finnst það svo flott. En eitt stórt vandamál kom upp….. hvar í andskotanum á maður að finna föt það sem allur peningurinn rennur ekki til ríku mannana heldur þeirr sem búa t.d. til bómullunna og þurfa meira á peningunum að halda. Við þessu fann ég ekkert svar og ég er búin að vera vellta þessu fyrir mér í 2 daga. Hjálpið mér að finna lausn á þessum vanda mínum