Ég var að lesa nokkrar greinar hér og tísku og blöskraði hálfvegis hvernig krakkar nú til dags hugsa(og örfáir fullorðnir)

Eins og talað hefur verið um, þá gengur tískan í hringi, stuttu pilsin eru a koma í 3 eða 4 skipti í tísku aftur og má telja þar fleiri hluti með……

Ég rakst aftur á móti á mjög fræðandi grein eftir notandann Virgin sem var með mjög áhugaverða punkta um hvernig maður gæti sparað sér mikinn pening.
Flestöll svörin voru á þann veginn að engin myndi leggjast svo lágt að gera þetta sem hún skrifaði……..

Hér eru nokkur svör sem mér fannst til dæmis út í hött:

“Þetta er örugglega það allra seinasta sem “tískufrík” myndi gera”

Ertu viss?? Margir tískuhönnuðir nota gamla tísku og gömul föt til að skapa nýja tísku!!!!

——————————-

“pff, fáðu þér vinnu“

En hvað þú ert heppin/nn að vera með vinnu, sumir eru ekki svo heppnir, sérstaklega í atvinnuleysinu á Íslandi, og til hvers að vera að eyða meiru í það sem maður getur fengið frítt????
——————————–
“hehe eg er ekki tiskufrik samt mundi eg aldrei gera þetta”

og

“Ok. ég er algjör tískufrík og versla föt og fylgihluti í búðum á borð við Kiss,Gallerí 17, Vera Moda og þessháttar og þetta væri það síðasta sem ég mundi gera!! Sorry bara mín skoðun!”

Af hverju ekki??? Ég bara spyr….. Ég var að vinna í sjálboðavinnu hjá einu af þessum góðgerðarstofnunum og veit hve mikið úrval er þarna……. Til dæmis þar sem ég var þá var mikið af nýjum fötum frá búðunum Kiss og 17 sem þær höfðu gefið þessari stofnun……..

———————————–

“ Ef ég væri heimilislaus og ætti ekki bót fyrir rassgatið á mér, þá myndi ég kannski gera þetta…”

Gott að vita það að þú færð allt upp í hendurnar, manni langar mest til að fólk sem hugsar svona endi á götunni og fái virkilega að sjá hvernig það er að vera fátækur, í rauninni ekkert slæmt, maður þarf bara að passa peningana sína og hugsa í hvað maður eyðir.

En ég vona að þessi grein hafi “meikað eitthvað sens” og að fólk byrji að hugsa um eitthvað alvarlegra í heiminum en í hvaða merki það gengur af buxum……..