eftir að hafa lesið yfir þessa grein og þau svör sem henni fylgdu, þá get ég ekki annað en brosað útí annað.
við notum rakspíra, ilmvötn, farða ,litum á okkur hárið og klæðumst dýrum merkjavörum til að vera einhver, til að ganga í augun á fjöldanum. maðurinn þarf alltaf að vera meiri og betri. við göngum t.d. ekki með ilmvötn fyrir okkur sjálf heldur til þess að fólk finni góða lykt af okkur og líki vel við okkur.
við eru félagsverur og reynum það sem við getum til að láta fólki geðjast að okkur. stelpur sem eru með of mikinn farða eru ekki hórur! þær eru bara ekki búnar að læra á þetta ennþá og eru að reyna of mikið.
það er dýrt að lita á sér hárið. og við þurfum þess ekki en samt gerum við það. sama á við um tölvur (sem við kaupum dýrum dómum), bíla, sjónvarp, stór hús, utanlandsferðir. þetta er allt dýrt og óþarft. en við gerum þetta samt. eina sem við þurfum er næring, félagsskapur og eitthvert skjól yfir höfuðið.
og þetta er ekki þjófélaginu í dag að kenna, heldur manninum. því að hver gerði þjófélagið í dag? jú maðurinn, VIÐ!
takk
Satanboy
you think I'm different, when we are truly the same, I only show what others hide.