Hæ allir

Vil taka fram að þessi skrif mín eru bara pælingar og ætlunin er ekki að skapa einhverja óvild milli holdafarshópa. Vil bara fá hreinskilið álit.

Ég hef verið að pæla undanfarið hvort útlit okkar (karla og kvenna) hafi áhrif á atvinnuferil okkar. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá hef ég ansi háleita drauma en ef ég mundi birtast í atvinnuviðtal og vera illa til höfð yrði ég virkilega valin í starfið ef annar umsækjandi væri til staðar?
Allir vita að þó menntunin og starfsreynslan skipta mestu máli (eða ættu að gera það) en hvað kemur næst á eftir?? Er það ekki útlitið og “first impression”?

Vilja fyrirtæki frekar fólk í grennri kantinum en í yfirþyngd (þetta á ekki við um þybbið fólk)? Ég held að svarið sé jákvætt, en er ekki viss (hefur kannski verið gerð könnun um þetta). Fólk í yfirþyngd er í meiri áhættuhópi fyrir alls kyns sjúkdóma og þ.a.l. yrði það meira frá vinnu.

En getur ekki alveg eins verið að ef kona mætir vel snyrt í viðtal að yfirmaðurinn (maðurinn sem tekur viðtalið) hugsi að þessi kona hugsi ALLT OF MIKIÐ um útlitið og eigi þ.a.l. ekki eftir að halda fullri einbeitingu allan vinnudaginn eða mæta of seint vegna þess að það tekur sinn tíma að snyrta sig??

Hver er millivegurinn????

Ætti maður að klæðast samkvæmt hátísku eða bara casual fatnaði? Mikið eða lítið máluð (konur að sjálfsögðu)? Mikið eða lítið gel í hárinu???

Hvernig fólk munduð þið velja í starf? (Þá er ég að tala um starf sem krefst einhverrar háskólamenntunar t.d. fjármálastjóri, verkfræðingur, lögfræðingur).

Kveðjur,
snikkin