Ég var að lesa einhvers staðar að lítil brjóst væru í tísku, sb. Cameron Diaz, Claire Danes, Kate Hudson o.fl. frægar leikkonur, svo ekki sé minnst á öll grindhoruðu módelin sem lítil sem engin brjóst hafa. Nú er ég langt frá því að vera svoleiðis og hef svo sannarlega fundið fyrir því að “ég” er ekki í tísku. Þó svo ég máti stærri stærðir og svona þá virðast tískuhönnuðir einfaldlega ekki gera ráð fyrir því að brjóst séu fita og því séu brjóstin almennt stærri eftir því sem konan er þykkari. Þ.a.l. á ég erfitt með að finna skyrtur á mig þar sem tölurnar eru hreinlega ekki að springa utan af brjóstunum, alveg sama þó skyrtan passi við restina á mér. Hins vegar hef ég aldrei fundið fyrir minni athygli frá strákum vegna þess að brjóstin á mér séu of stór eða eitthvað, né heldur vinkonur mínar sem lítil brjóst hafa að þær fái minni athygli út af því. Það eru helst fötin sem að ýta undir óöryggi kvenna. Tískuhönnuðir fylgja einfaldlega einhverjum stöðlum sem gerir þeim konum sem ekki eru þannig erfitt fyrir að finna sér föt sem passa. Sumar eiga erfitt með að fylla upp í og aðrar eiga erfitt með að sprengja þau ekki utan af sér. Þetta gerir það að verkum að þær upplifa sig öðruvísi. Það verður líka leiðinlegt að versla, því að í staðinn fyrir að maður skemmti sér við að máta ný föt er það orðin kvöl og pína því það verður neyðarlegt þegar hver flíkin eftir aðra er ekki sniðin á mann. Það ætti ekki að þurfa að vera svona mikið mál að finna föt sem manni líður vel í OG eru flott. En svona er víst tískan og mun eflaust ekki breytast fyrr en leiðtogar tískuheimsins hætta að vera hommar sem finnst konur fallegastar þegar þær líta út eins og grindhoraðir drengir og sjá að konur eru alltaf konur -með misstórum brjóstum, maga, rassi og mjöðmum og ENGIN eins.