Ég hreinlega skil ekki afhverju allir þurfa að vera eins.
Allir eiga að ganga í eins fötum, vera með eins hárgreiðslu, vera eins í laginu.

Ef einhver frægur fatahönnuður segði að það væri í tísku að klæða sig eins og amma sín þá myndu allir gera það. Nema örfáar hræður sem yrðu þá dæmdar sem furðufuglar, rugludallar eða athyglissjúklingar. Sem dæmi þótti ekkert jafn ömurlegt og tíska 8.áratugarins fyrir örfáum árum en núna eru allir brjálaðir í neonlituðu öklaböndin. Ef maður lítur yfir hóp af fólki þá er alveg ótrúlegt hvað allir eru líkir fólk skiptist reyndar í nokkra hópa spútnik týpur, sautján týpur, goth týpur, skater týpur. En samt innan þessara hópa verða allir af passa og vera eins og þessar týpur eru.


Allir eiga að hafa sömu markmið, verða ríkur helst frægur og finna hinn fullkomna maka og fjölga sér. Afhverju þurfa allir að lifa miklu betra og skemtilegra lífi ef þeir eru giftir með 2 börn og vaðandi í peningum heldur en ef þeir eru einstæðir með meðallaun og fullkomlega frjálsir?

Afhverju lítur samfélagið niður á þá sem hafa sjálfstæðan hugsunarhátt?