Ég var einmitt í svipuðum pælingum í gær..ég hugsaði með mér að í raun eru allar týpur eins..þær flokkast niður: t.d. fólk sem gengur í spútnik fötum og grefur í gömlum kössum í kjallarum eftir gömlum og notuðum fötum, þær týpur eru ekkert öðruvísi en fólk sem gengur bara í Diesel og 17 fötum eða hvað það er nú, þó að “spútnik fólk” þykist stundum vera öðruvísi og frumlegra eru allir basicly eins þeir bara hafa önnur áhugamál..
Því í raun held ég að með því að klæða sig á ákveðinn hátt sé maður að tjá hvað maður hafi áhuga á..t.d. finnst mér gaman að vera í litríkum fötum, gömlum fötum, spútnik fötum (þó að flest fötin mín séu reyndar ósköp einföld og venjuleg) því þá er ég að gefa í skyn að ég sé í sömu pælingum og fólkið sem mér finnst flott, en það eru svona MH-týpur. Ég held að ég muni bara alltaf flokka fólk í týpur eftir klæðaburði, því er fólk ekki að flokka sjálft sig eftir klæðaburði?
Ef ég t.d. myndi leggja orku mína í að vera í flottustu og nýjustu fötunum, held ég að ég væri að gefa í skyn að ég væri fyrir það, vildi flottustu græjurnar, vildi að fólk liti á mig sem flottasta, vildi fá flotta stráka sem ættu flotta bíla..
En ég er ekki svoleiðis og vil fá MH-týpu (ok þetta eru stereótýpur ég viðurkenni það, en við erum öll stereótýpur á Íslandi, bara úr mismundandi flokkum! Eða hvað?) með bítlaklippingu sem keyrir um gamalli asnalegri Mözdu (eins og ég..hehe) og elskar tónlist útaf lífinu..
Í raun þegar fólk flokkast niður í svona flokka, gerir það manni auðvelt að finna fólk við sitt hæfi..
En hvernig ætti fólk svosem að vera öðruvísi?
Það eru svo fáar búðir og þær selja flestar það sama. Og þeir sem sauma og hanna sjálfir vilja kanski sauma eitthvað sem er sérstakt en samt flott, og ef það er flott, passar það inní “tískuna” eða flóruna á Íslandi, svo hvernig ættum við að vera öðruvísi?
Það er auðveldara að sætta sig við þetta ef maður er maður sjálfur í friði og án þess að fólk sé að bögga mann eða lítur niður á mann fyrir að vera maður sjálfur, því allir eru öðruvísi en hinir, engir eru eins(ég meina manneskjuna sjálfa)og ættu að fá að vera það!
Vonandi meikaði þetta sens fyrir ykkur… ;Þ
Fín grein. Gæti ekki verið meira sammála.
Skemmtilega einlægt svar hjá þér Sunbeam. Þú ert greinilega ekkert feimin við að viðurkenna það að spútnik týpur eru alveg jafn miklir póserar og hinir.
Ég get hins vegar ekki séð að fólk þurfi að flokka sig í þessa asnalegu hópa. Af hverju þarf maður að vera með skilti utan á sér sem segir hvaða tónlist maður hefur gaman af eða lífstíl maður aðhyllist? Ég er grænmetisæta, hlusta á sýruhipparokk, síð-rokk, elektróník, ambient, reggí, hip-hop, djass, klassík og allt þar á milli. Ég sé enga ástæðu til þess að velja eitthvað steríótýpulúkk sem fylgir þessu, enda kannski of mikill sveimhugi og alæta til þess að flokkast í einhvern af þessum steríóhópum. Raunar er mér alveg sama í hvernig fötum ég geng. Geng bara í gömlum skopparabuxum, nördalegum stuttermabol og leðurjakka ef mér sýnist svo, þó að það sé innbyrðis þversagnakennt, og t.d. í mótsögn við þá stefnu mína að drepa ekki dýr.
Mín reynsla af þessu spútnikk liði, er að fólkið sem gengur lengst í að bera utan á sér hvernig týpa það er, er alls ekki þessi týpa sem það vill vera. T.d. er fullt af fólki sem er talið vera artí týpur en hefur svo ekki snefil af listrænum hæfileikum. Svo er aftur fólkið sem hefur hæfileika og er kannski í LHÍ, það er laust við alla tilgerð og yfirborðsmennsku, þarf ekki þetta spútnikk drasl heldur sannar sig með verkum sínum.
0
Mér finnst hafa skapast ótrúlega fínar umræður um þetta, fólk er ekki með skítkast eða neitt! Greit! :)
ramax segir
“Ég get hins vegar ekki séð að fólk þurfi að flokka sig í þessa asnalegu hópa. Af hverju þarf maður að vera með skilti utan á sér sem segir hvaða tónlist maður hefur gaman af eða lífstíl maður aðhyllist?”
Nei ég er sammála því að það ætti ekki að þurfa að vera svoleiðis. Og margir eru frekar venjulegir í klæðaburði og fasi, og maður getur ekki svo vel fattað “um hvað þau snúast” eða þannig, þau ganga örugglega bara í því sem þeim finnst sjálfum flott og þægilegt, og þannig á það að vera, hvernig svo sem útkoman verður.
Þessi manneskja gæti verið svipuð þér í hugsun og háttum og þér gæti líkað vel við hana eða hún væri ekki þinn tebolli. En það væri samt heillandi að sjá utan á henni að hún væri eins og hún vildi og væri sátt við sig þótt hún væri ekkert endilega að sýna heiminum eitthvað.
En mér sjálfri finnst alltaf gaman að sjá fólk útá götu sem stendur uppúr, og klæðir sig, eins og gæti kallast, djarft, miðað við hina “normal manneskju” t.d. manneskju með túperað bleikt hár, í gulum kjól sem líkist 80's skautadansbúning með hvítar legghlífar og í hermannastígvélum (hehe soldið extreme dæmi) en að sjá þessa manneskju klæða sig svona, jah djarft, og vera fullkomlega sátt við sig…Það væri fyrir mér flott að sjá hana þora þessu.
En svo er líka gaman að sjá kanski t.d. manneskju sem lítur út eins og 17 stereótýpa, í ótrúlega flottum fötum og lítur út eins og af forsíðu nýjasta Vogue blaðsins. Hún hefur kanski svona óaðfinnanlegt tískuvit eða hvað maður á að kalla það.
Mér finnst nú annars bara gaman svona almennt að pæla í fólki sökum fata þess og án þess að pæla í fötunum líka…hehe í manneskjunni sjálfri sko, ekki henni án fata… og þó, það er önnur saga sem á heima á öðru áhugamáli, hehe ;Þ
Annars vil ég bara hvetja alla til að vera nákvæmlega eins og þeir vilja! Og vona að ykkur gangi vel með það :)
0