Elísabet I Langaði að segja frá henni í grófum dráttum. Og sömuleiðis vildi ég líka fá smá tilbreytingu frá þessum venjulegu stjörnum sem maður veit nú þegar alveg nóg um og er alltaf að sjá sömu upplýsingarnar aftur og aftur.
Það vita eflaust einhverjir eitthvað um þessa sniðugu konu, persóna hennar hefur m.a. komið fram í kvikmyndunum Shakespeare In Love og Elizabeth. Og er þá klæðaburður hennar einkar eftirminnilegur. Snillingur í stjórnarháttum og tísku.


Elísabet I (1558-1603) beitti mikilli stjórnkænsku í störfum sínum og er í raun fyrirmynd kænna stjórnmálamanna á seinni tímum. Jafnvel ennþá í dag.

Hún hlaut einstaklega góða menntun, hóf latínu- og grískunám 8 ára gömul og lærði einnig frönsku og ítölsku. Einnig stundaði hún hljóðfæraleik og eins og öðrum stelpum var henni kennt að sauma út. Þetta þótti hæfa sannri dömu sem Elísabet átti auðvitað að verða.

Elísabet var alla tíð mjög árrisul, s.s. hún vaknaði eiginlega við sólarupprás. Fyrsta dagsverk hennar var gönguferð í hallargarðinum. Eftir morgunverð fundaði hún með ráðherrum sínum og undirritaði skjöl og skrifaði bréf. Síðdegis var aðalmáltíð dagsins og að henni lokinni voru veislur, leiksýningar eða hljómleikar (gaman að vera drottning, ekki satt?).

Elísabetu fannst sérstaklega gaman að dansa og sækja leiksýningar (eins og kemur fram í Shakespeare In Love). Elísabet var glysgjörn og gekk í íburðamiklum fatnaði, skreyttum gulli og gersemum. Og þá er verið að meina demöntum og rúbínum, hvorki meira né minna. Drottningin lét eftir sig rúmlega 6000 kjóla og hananú!


Þetta teljast nú ekki mjög ítarlegar upplýsingar, enda nokkuð síðan að hún var uppi. En engu að síður vona ég að þið hafið haft gaman af!