Nemendasýning í hönnun! Ég get ekki séð að það hafi neinn tekið eftir eða komið eða bara vitað af tískusýningu nemenda í hönnun í Rvík, sem var haldin 11.-12. apríl!

Svo mig langaði bara til að segja aðeins frá henni!

Allur ágóðinn rann til Regnbogabarna svo að saumaður var regnbogakjóll sem sýndur var í lok hverrar sýningar!

Hátíðin var algjörlega í höndum nemenda, og þá aðallega nemenda í FG og FB, og var haldin í ókláruðu atvinnuhúsnæði sem var í byggingu í Borgartúni! Uppsetningin var frábær og var hver skóli með sinn bás þar sem að nemendur sýndu verkin sín! Þar á meðal ég! :)

Tískusýningin var svo á klukkutíma fresti á hæðinni fyrir ofan og vorum við þar með tvo plötusnúða sem stóðu sig frábærlega og var tónlistin frábær! Flestar stelpurnar sýndu sjálfar fötin sín en einstaka stelpur höfðu fengið vinkonur eða módel!
Tískusýningin var líka mjög skemmtilega sett upp, ekki pallar, heldur löbbuðum við meðfram gluggunum og vorum fyrir aftan háar grindur sem gaf þessu alveg nýtt look!

Hárgreiðslunemar voru á staðnum og var eiginlega tilgangurinn að koma á framfæri nemendum og hæfileikaríku fólki á öllum sviðum!
Einnig voru förðunarnema eða nýútskrifaðir og allir stóðu sig frábærlega!

Þetta er eitthvað sem á að vera árlegur viðburður og samvinna við aðra skóla um að kynna hvað er búið að kenna og læra,eins fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í svona nám að þá er þetta mjög góð kynning!

Þetta var æðislega gaman og ég hvet alla til að fylgjast með á næsta ári og taka eftir hvar þessi hátíð verður!

Tenchi!