Ég fór ekki fyrir svo löngu og verslaði mér maskara í Body Shop og það leið ekki á löngu þegar hann var orðinn þurr og í svona kekkjum (ég passa mig samt alltaf að loka öllum snyrtivörum voða vel) Ég hefði eðlilega ekki orðið pirruð nema hvað að þetta er í svona 4 eða 5 skiptið sem að þetta gerist! Það er sama hvaða tegund maður kaupir, eftir nokkrar vikur eða mánuði er maskarinn orðinn klestur, þurr eða í kekkjum. Ég hef lent í þessu með Lancomé, Body Shop, Gosh ofl þannig að það virðist ekki skipta máli hvaða tegund ég versla!
Þar sem ég stóð fyrir framan spegilinn og var alveg að snappa yfir maskaranum, sem líktist meira drullumalli en maskara, fékk ég hugdettu! Ég fór fram á bað og lét renna sjóðandi heitt vatn á hann (fáránlegt ég veit) svo þegar umbúðirnar voru orðnar volgar þá tók ég lokið af og hrærði aðeins í með burstanum og viti menn! Maskarinn var betri en þegar hann var nýr úr búðinni!
Ég veit ekki hvort þetta virkar með alla maskara, eða bara Body Shop maskara eða bara minn, en ég veit að þetta virkar (hef gert þetta núna í um viku) Þannig að ef að þið eigið “ónýta” maskara endilega prufið og seigið frá hvaða tegund og hvort það hafi virkað, þið tapið engu á því (nema heitu vatni) :D
hver segir svo að stelpur geti ekki hugsað vísindalega ;)