Tíska er virkilega skrýtið fyrirbæri. Allt getur verið í tísku. Það eina sem skiptir mali er hverjir auglýsa þessa tísku. Ef auglýsandinn er góður, þá verður tískuvaran uppseld, eða nálægt því. Núna er það t.d. gúmmíarmbönd sem kosta tíkall. Þegar það er sagt svona, þá hljómar það virkilega fáránlega, en þetta er það sem er í tísku. Og ekki nóg með það, fólk (á öllum aldri!!!) safnar sem mestu af þessu og trade-a þessu (býtta (hata þetta orð) og vonast til að fá sjaldgæft. Ég ætla ekki að vera með alhæfingu hér en taki þetta hver til sín sem á þegar ég skrifa: Fólk eru kindur. Þau eru stefnulaus ef enginn segir þeim hvað á að gera. Með þetta sem staðhæfingu þá er hægt að segja að klókasta fólkið er tískuhönnuðirnir. Þeir hafa greinilega vitað þetta svo lengi sem tíska hefur verið til. Og hafa nýtt þetta útí öfgar. Ekki taka þessu samt þannig að ég sé að segja að tíska sé slæmur hlutur. Tíska hefur eiginlega sama lögmál og Nokia farsímar: “Connecting people”. Ef maður fylgir einhverri tísku, fær maður félagslega plúsa frá fólki í kringum þig. Þetta hljómar yfirborðslegt, en þetta er engu að síður satt. Annars þá er eitt sem ég hata með tísku. Það að græða á heimsku fólks. Nú eru Che Guevara bolirnir rosalega vinsælir, en fáir vita að hann var byltingarsinni frá Kúbu, og það sem meira er, hann var kommúnisti, þannig að hann myndi örugglega snúa sér við í gröfinni ef hann vissi að kapitalistar (kaupmenn og anti-kommúnistar (tæknilega) væru að græða á nafninu hans. Ég held að allir kommúnistar séu sammála þessu. Og annað. Anarchy merkið er líka mjög vinsælt, og mér finnst það vera ömurlegt. Núna fara allir að kalla sig anarkista því það er kúl núna en þau gera sér ekki grein fyrir því út á hvað anarkismi gengur. Ég ætla að vona að þessi anarkisma og Che Guevara tíska dvíni bráðum því spekin sem báðar hugjónirnar hafa að geyma á ekki að vera tekin sem einhverri dægurflugu. Fólk á að pæla í svona hlutum og ákveða sjálfur hvað hentar sér best, ekki að skipta um skoðanir eins og nærbuxur (ég veit ekki með ykkur en hjá mér væri það á hverjum einasta degi, hehe).
Mórallinn með þessu: Variði ykkur á tískunni, pælið aðeins í hlutunum áður en þið hellið ykkur yfir eitthvað sem þið munuð sjá eftir á endanum.