Fólk er misjafnt í laginu og þeir sem eru í kjörþyngd ættu að reyna að sættast við líkama sinn. En maður getur alltaf kvartað yfir einhverju og í ljósi þess að stelpur hafa verið að kvarta langar mig til að benda þeim á að allir hafa sína sögu að segja. Litlu grönnu stelpurnar kvarta yfir því að finna ekki á sig föt, sem ég skil ósköp vel þar sem það er gert ráð fyrir að fólk sé af ákveðinni stærð og gerð og með ákveðnar línur. Yfirleitt er ég ekki hrifin af því þegar stelpur hafa engar mjaðmir en það getur verið vegna þess að ég er vön stelpum með mjaðmir og finnst fallegra að þær séu með ávalar línur.
Ég hef allavega lent í nokkrum búðum þar sem ekki hefur verið til neitt í mínu númeri (nr. 42) eða þá að fötin eru svo asnaleg í laginu að ég hálfvorkenni þeim sem smellpassa í þau. Þess vegna hef ég að undanförnu alltaf pælt meira og meira í því hvort maður eigi ekki að fara að sauma sín eigin föt. Það eru til saumablöð í öllum bókabúðum (og yfirleitt í stórmörkuðum) þannig að úrvalið ætti að vera nóg. Auk þess hlýtur það að vera ódýrara að geta saumað sín eigin föt.
Hef ekki heyrt neitt um það að það sé ljótt að vera í heimasaumuðum fötum, spurning hvort maður eigi ekki að láta bara reyna á það og vona það besta.
Gangi mér vel og ykkur sömuleiðis ef þið ákveðið að reyna þetta.
bestu sumarkveðjur
snikkin
PS. Finnst líka að fatahönnuðir/framleiðendur mættu hafa buxur síðari því það er mun auðveldara að stytta buxur en að síkka þær.