Við hvað er miðað..?
jæja núna er ég búin að fá mjög mikið af þessu frá sumu fólki “rosalega ertu ófríð” þó að ég hafi nú fengið aðeins meira af andstæðunni núna undanfarið! :P en ég fór að hugsa, við hvað er miðað? Þegar fólk segir að maður sé ljótur við hvað er miðað? Súpermódelið sem maður sá í gær í flotta græna dressinu eða fræga fólkið? Eða þegar það er sagt að maður sé fallegur? Við hvað er miðað. Gömlu ljótu kærustuna/kærastann? Feitu stelpuna í hinum bekknum? Þetta er alltaf svona….ég held að flest allt fólk miði við eitthvað þannig…fer rosalega í pirrurnar á mér! Þetta er bara eins og ef að þú berð saman mús og lús þá er músin auðvitað stærri en ef að þú berð svo saman mús og hund þá er músin miklu minni! Þetta fer allt eftir því sem maður miðar við! Svo að mér finnst að fólk ætti að reyna að skoða stundum vel hvað maður er að segja og við hvað maður er að miða þegar fólk talar um útlit hvors annars!Það er náttúrlega ekkert eðlilegt að miða við súpermódelin og frægafólkið sem er í endarlausum megrunum, eða feita fólkið sem að borðar og borðar því það er svo hrætt um að ná ekki upp í þessa “stjörnuýmind” Þannig byrjar það! Þannig að ég vil að fólk hugsi sig aðeins um áður en það lætur hamarinn detta. Það geri ég allavegana!