Hvað á að banna??
Hafið þið tekið eftir því að það er alltaf verið að passa upp á að við unga fólkið heyrum ekki dónaleg eða ósæmileg orð? Það er ekki hægt að spila rapplag eða þungarokk á MTV eða popptíví á þess að það sé pípað yfir orð eins og “bullshit” eða “wine” og einnig orð yfir eiturlyf, blótsyrði og klámfengin orð eins og “fuck”. En svo kemur kannski einhver glennugella eins og t.d. Christina Aguilera, Holly Valance eða bara hver sem er og allir litlu 10 ára krakkarnir sem eru með ómótaða sjálsmynd geta horft á fullkomnu lærin á þeim, brjóstin eða rassinn. Hvort haldið þið að það hafi meira áhrif á börn og unglinga að heyra orðið “ass” eða sjá einn slíkan dillast hálfberan á skjánum?? Auðvitað er ekkert jákvætt við að börn læri svona orð en það gerist nú samt alltaf. Ég held að maður fái allavega ekki anorexíu af að heyra “bullshit” öðru hverju, hvað með ykkur?