“Eyeliner”
Margar konur kvarta yfir því að þær kunna ekki að nota eyeliner, það sé erfitt að ná fallegri línu og jafnvel að sé erfitt að teikna eins línu á bæði augun. Eyeliner hefur mikið sést hjá tískuhúsum og er þá mikið um að eyeliner sé í skemmtilegum litum.
Hér eru nookrar ábendingar um hvernig best er að setja á sig eyeliner og með smá æfingum ætti hver og ein að gera teiknað fallega línu á augað með eyeliner.
*Byrjaðu á því að setja á þig ljósan og hlutlausan augnskugga til þess að festa litinn.
*Veldu litartóna eins og dökk fjólubláann, grænan eða brons.
*Settu eyelinerinn á þig með stuttum strokum og byrjaðu á því að gera línuna mmjög mjóa.
*Farðu svo aftur ofan í línuna til þess að gera hana breiðari, byrjaðu frá innri augnkrókum og þegar komið er að miðju augnlokinu, reyndu þá að láta línuna mjókka. (Hægt að gera línuna pínulítið upp á við eða beina).
*Settu síðan að minnsta kosti tvær umferðir af maskara fyrir þetta útlit, vegna þess að eftir að þú hefur náð að gera fallega línu vilt þú að öll athyglin sé á augunum.
*Ef línan verður ekki fullkomin er best að nota eyrnapinna til þess að laga línuna eða hreinsa það sem hefuru farið úrskeiðis.
*Og muna það að æfingin skapa meistarann =)