Hér ætla ég að skrifa um fegurðarsamkeppnir, þyngd og lýtaaðgerðir.



Vissir þú að fyrir 25 árum voru fyrirsætur að meðaltali 8% léttari en meðalkonan - í dag eru þær 25% léttari.


Vissir þú að á Íslandi eru framkvæmdar um 250 brjóstastækkanir á ári.


Vissir þú að Ungfrú Ameríka hefur lést um 12 kíló síðan 1959 meðan hún hefur hækkað um 7 cm og að fyrir 40 árum notaði hún stærð 40 en í dag aðeins stærð 32.


Vissir þú að margar konur hafa veikst af völdum þess að silíkon hefur lekið út í líkama þeirra og að hér á landi hafa 3 konur verið metnar öryrkjar sökum silíkonleka.


Vissir þú að konur þurfa að fara í aðgerð og láta skipta um brjóstapúða a.m.k. á tíu ára fresti. Miðað við meðallífslengd íslenskra kvenna geta þær þurft að fara í 5-6 skurðaðgerðir til viðbótar til að halda brjóstastækkuninni.


Vissir þú að Juliana Borges, sem kom fram fyrir hönd Brasilíu í Ungfrú heimur 2002 hafði farið í 19 fegurðaraðgerðir, þar á meðal silíkonaðgerðir á brjóstum, vörum, kinnbeinum og höku.



Allar uplýsingar fékk ég í bæklingi Femínistafélags Íslands, Fegurð.

Takk fyrir, minny.