Úff… Margir virðast halda að ef maður er þungur þá er maður feitur! Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt! Þyngd getur verið mismunandi eftir því hvernig fólk er byggt; sumir eru stórbeinóttir og því aðeins þyngri (samt ekki feitir) og sumir eru massar og vöðvar eru auðvitað þyngri en fita.
Ég var að lesa Neyðarlínuna í blaðinu Smellur um daginn. Fyrir þá sem ekki vita þá er Neyðarlínan nokkurs konar ráðgjafardálkur þar sem fólk getur sent inn vandamál sín og svo eru þau birt með upplýsingum um hvað þau geta gert til að laga þetta vandamál.
Rúmlega helmingur “vandamálanna” voru stelpur sem sögðust vera of þungar… t.d. “ég er 46 kg og 164 á hæð… mér finnst ég vera ALLT of þung” eða eitthvað í þá áttina. Þessi stelpa er ekki of þung miðað við hæð.
Og svo er það þetta fólk sem fer að svelta sig til að léttast og fær oft að lokum næringarskort. Það á auðvitað ekki að gera… góð leið til að léttast er að borða oft á dag, lítið í einu. HOLLAN MAT !!! Hætta að borða óhollt og nota minna af smjöri og kíkja á innihaldið í matnum og passa að það sé næringarríkt.
Ef þú ert að svelta þig þá fer líkaminn að nota alla fitu og næringu sem hann getur kreist úr matnum sem þú borðar út af því að hann býst ekki við mat í bráð og svo þegar þú ferð að borða eðlilega aftur þá heldur hann því áfram og þú fitnar ennþá meira við hverja máltíð… Svo það er engin lausn að svelta sig!
Þið getið líka tekið sjálfspróf á doktor.is til að segja ykkur hvort þið séuð í réttri þyngd.
Endilega tjáið ykkur um málið :)
Kv. Grímsla