Allt í lagi. Það kostar 99,90 kr að hringja inn. Námundum það að 100 kr. Það hringdu 7500 manns inn og kusu. Ok.
7500 X 100 = 750000 íslenskar krónur.
Það sjá nú bara allir að þetta er brjálæði. Mér datt ekki í hug að hringja þangað og kjósa. Og mér datt ekki í hug að nokkur lífvera myndi gera það.
Mér finnst bara að frekar hefði allt þetta fólk átt að hringja í Rauða Krossinn eða einhverja söfnun því að 750000 kr. er allt of mikill peningur fyrir eina fegurðarsamkeppni. Mér finnst þetta nú bara vera brjálæði.
Endilega sendið ykkar skoðun á þessu máli því ég er alveg viss um að margir eru sammála mér í þessu máli.
Ég vil líta á mig sem hreinskilinn mann, þannig ef ég særi þig… then it just sucks to be you.