Íslenskar fegurðarsamkeppnir ?
Ég er búinn að vera að sjá umfjöllun um tilvonandi fegurðarsamkeppnir, bæði Reykjavíkur og Ungfrú Ísland.
Það sem vakti athygli mína eru “útlendu” stelpurnar í báðum hópum, allavega var þannig talað um hina Rússnesku Svetlönu og aðra Pólska í Ungfrú Ísland hópnum. Í Ungfrú Reykjavík hópnum eru nokkrar Íslenskar, en dökkar á hörund, sem heita nöfnum eins og; Kalla Lóa Pizarro, Miriam Sif Vahabzedehl og Tinna Alaviz.
Nú er ég ekkert á móti þessum gullfallegu stelpum (þessar dökku reyndar í uppáhaldi hjá mér!), en ég er bara að spá hvað Ísland er orðið fjölskrúðugt og líka hvernig reglurnar eru. Ætli þær þurfi að kunna Íslensku, og hvernig kæmi það út ef Rússnesk stelpa myndi vinna ? Eða ein af þessum af arabískum uppruna, ætli það myndi hjálpa til að vinna úti eða ekki ? Svo var ég að spá t.d. hvort Tælensk stelpa yrði velkominn í þessar keppnir ? Ég er ekki viss um það.
Það væri gaman að vita ef einhver veit um reglurnar um þáttöku í þessum keppnum.