Feit eða ekki feit..
Þegar maður pælir í stærð,brennslu og þyngd þá getur maður sagt að þetta sé eitthvað sem er alveg rosalega ólíkt eftir fólki. Kona sem er t.d. ótrúlega löng og frekar mjó samsvarar sér ekkert ægilega vel, en miðlungshæðarkona sem heldur sér í passlegri þyngd er nottla bara í góðum málum. Þetta segir sér auðvitað bara sjáft, en maður er svo oft að heyra úr ýmsum áttum frá stelpum hve fallegt það er að vera svona á mörkum anorexiu? Talandi um að það sé eitthvað sem maður vill vera nú til dags. Maður er að sjá stelpur sem mæta næstum daglega í ræktina, á unglingsaldri og eru svo að borða alveg ægilega lítið. Og svo bitnar þetta á þeim þegar þær byrja að borða aftur þeas ef þær gera það nokkurn tíman að ráði, þá fitna þær óhuggnalega fljótt og engin var þá árangurinn. Ég verð nú eiginlega að segja að eftir að ég las þarna Stelpur í stressi einhvertíman á útgáfutíma bókarinnar, var maðurinn miklu kunnugri um þetta heldur en áður. Sjálfur fer maður á svona tímabil en í rauninni væri þetta minna vandamál ef stelpur væru ekkert að horfa á tískukellíngar í blöðunum og bera sig saman við þær.. eða leikkonur sem eru sérstaklega þjálfaðar og útvaldar í að vera svona grannar og fallegar! Þetta getur maður líka sagt um söngkonur í öllum þessum myndböndum, þá eru “margar” manneskjur sem eru að byggja þennan einstaklingan uppí einhverja flotta ýmind fyrir hvert og eitt myndband. Og því eiga stelpur svo fljótt með að fylgja rakleitt eftir og gleyma því hvernig þessi fyrirmynd þeirra byggði þetta draumaútlit upp. Þetta er svona dálítið ofrætt mál, en samt fær maður einhvernveginn aldrei nóg af því að hneykslast um þetta fram og til baka :)