Kallinn á bolunum - Che Guevara
Che-bolirnir eru í mikilli tísku nú á dögum. Að mínu mati eru þeir mjög flottir og alveg í stíl við uppreisnina sem er víða að finna. En þessi maður, Ernesto Che Guevara, hver var hann? ,,Er þetta ekki bara tískumerki?" spyrja margar af þessum fáfróðu gelgjum sem gera allt til þess að virðast ekki lúðalegar. Það er mjög sorglegt að margir af þessum krökkum sem ganga í Che bolum hafa ekki hugmynd um hvað þessi maður heitir. Hann Guevara karlinn (hann er látinn) er ábyggilega ekki ánægður með það að kaupmenn séu að græða stórfé á andliti hans. Hann var einn besti vinur Fidel Casto sem er leiðtogi Kúbu. Che Guevara átti stóran þátt í því að bylta Kúbu. Hann fæddist í Argentínu og var lærður læknir. Hann var kommúninsti og mjög pólítískur (sumir sem ganga í Che bolum vita ekki hvað kommúnismi er!). Che Guevara ætlaði að bylta Bólivíu og frelsa námuverkamennina þar undan kúgun og erfiði. En það klúðraðist víst eitthvað við þessa góðu hugmynd og hann var drepinn þar. Að mínu mati þarf maður að minsta kosti að vita þetta til að geta gengið í bol með þessum merkilega manni. Hvað finnst ykkur?