Í þessari sömu grein er viðtal við Jón Jósep (Jónsa) söngvara hljómsveitarinnar Í svörtum fötum og hann segist reglulega lita á sér augabrúnir og augnhár með létt brúnum lit og bera á sig rakakrem daglega og svo horfði ég á myndband með honum áðan þar sem hann var með mjög áberandi bláan augnskugga.
Er þetta virkilega það sem konur vilja í dag? Ef ég svara fyrir sjálfan mig þá þá er svarið Nei! Ég kæri mig ekkert um að karlmann sem eyðir meiri tíma og peningum í útlitið heldur en ég og þó ég sé tilbúin í að deila með karlmönnum hlutum eins og rakakremi, ljósabekkjum og hárlitun þá finnst mér hlutir eins og andlitsfarði einkaeign konunar! Ég kæri mig bara ekkert við framtíð þar sem ég og minn maki sláumst um meikið á morgnana og ég vill hafa mína menn með hár á líkamanum.
Hvaða skoðun hefur þú á þessum málum, er ég bara gamaldags?
Kv. EstHe
Kv. EstHer