Smá vandræði
Sko ein vinkona mín hún kann ekki að mála sig eða klæða sig í almennileg föt. Hún heldur að hún sé svaka vinsæl en er það ekki vegna þess að hún setur augnblýantinn alltaf langt fyrir neðan augun þannig að hún lýtur út eins og skrattinn og svo setur hún svona TONN af maskara á augnhárin og svo þrýfur hún sig aldrei um augun ekki einu sinni þegar hún fera að sofa. Hún er orðin rauð í augunum eftir þetta. Þetta er ógeðslegt. Það er ekki mjög aðlagandi. Hún er frekar hávaxin og þegar hún kaupir sér buxur þá finnur hún alltaf sama snið sem nær næstum upp að herðablöðum hjá henni (nei ég segji sona) en hún brókar sig hryllilega hátt upp og svo gengur hún stundum í peysum sem eru göt á og er alveg sama hún er stundum með göt undir höndunum og svo er 1/2 af sokkunum hennar með götum og hún gengur eiginlega bara í götóttahelmingnum. En það skrítnasta við þetta er að hún virðist ekki taka eftir þessu þótt allir aðrir gerið það. Svo litar hún augabrúnirnar með augnblýant. Hún er gjörsamlega búin að eyðilegga á sér andlitið. Ég þori ekki að segja neitt við hana ég er ekki búin að þekkja hana svo lengi. Hvað á ég að gera. Ég veit alveg að þetta er ekki mitt mál, en mér líður bara illa við að horfa upp á hana eyðilegga sjálfa sig bæði andlega og líkamlega. Það eru margir farnir að stríða henni og henni lýður ekki vel svo ég kann eiginlega ekki við það að vera að segja við hana að það sé út af því hvernig hún klæðir sig og málar sig ég gæti bara ekki gert það.