Fyrir nokkrum árum var alltaf talað um að árið 2000 yrðum við fljúgandi um á svokölluðum “fljúgandi bílum” og klæðnaðurinn okkar myndi einnig breytast og margt fleira.
En nú er árið 2000 og 2001 að ganga í garð en ekkert hefur orðið um þessar spár fólksins….að minnsta kosti um bílana!
Ef þú pælir aðeins í því þá hefur klæðnaðurinn okkar breyst mjög mikið á nokkrum árum og er tískan (hluti af henni) orðin voða mikið í þessum svokallaða “framtíðarstíl”.
Tökum sem dæmi bíómyndir sem gerðar voru fyrir 10-20 árum og áttu að gerast í kringum árið 2000, öll fötin þar eru í svipuðum stíl og fötin eru nú til dags.
Ef einhver hérna sá Futurice tískusíninguna þá voru margar af hönnunum í þessum stíl t.d. Aftur, Æ, Hönnun Bergþóru Magnúsdóttur og fleiri! Og ef annað dæmi er tekið þá er hið vinsæla íslenska fatamerki X-tra.is mikið í þessum stíl með peysurnar sínar. Nú eru komnar hjá þeim peysur með algerlega stífum kraga (Ef þær eru ekki þvegnar með mýkingarefnum) sem stendur út í loftið og hylur algerlega hálsinn, GEGGJAÐ TÖFF!
En þetta er aðeins byrjunin á þessari komandi tísku og má vel búast við henni á næstu árum fyrst sýningarstúlkurnar eru farnar að klæðast þessum fötum frá frægum fatahönnuðum á sýningarpöllunum!!
darma (in the future!! :} )