Neglurnar eru nú mikill þáttur í útliti og sérstaklega hjá stelpum og því datt mér í hug að senda inn nokkur heimatilbúin ráð um það.
Til að byrja með eru það naglaböndin,mörgum finnst flott að ýta þeim niður en það fer bara eftir smekk en margir vilja líka bara nota gervineglur en það fer mjög illa með neglurnar að hafa þær öllum stundum og það fer líka illa með þær að brjóta (þvinga)gervineglurnar af en ef að neglurnar hjá ykkur klofna eða eitthvað þá er mjög gott og ódýrt að bera bara smá aloe vera krem á þær á hverju kvöldi og leyfa þeim svo að þorna eða að kaupa bara vítamín fyrir húð hár og neglur.
Hár
Eins og allir vita er vont fyrir hárið að hafa húfu á því mjög lengi því það þarf að anda en ef maður vill hafa mjög flott hár verður maður að “viðra” það svolítið og hentugast er því að nota bara eyrnaskjól eða eyrna bend og nauðsynlegt er að þvo það oft en ekki of oft því eins og allir vita er flasa bara flygsur af sjampói sem einhver hefur ekki skolað nógu vel úr.
Förðun
ég ætla að leyfa ykkur allveg að ráða förðunninni hjá ykkur en þó ætla ég að koma með tvö ráð.
1. ekki bera of oft vaselín á varirnar á ykkur því þá hætta þær að framleiða sín eigin efni og þá verða þær þurrar og ljótar.
2.ekki farða ykkur öðruvísi en þið viljið farðið ykkur bara eins og fer við ykkur ekki eins og fer vinkonu okkar vel.
EKKI REYKJA þá verðu hárið líflaust og matt og þurrt og húðin verður mun og þá meina ég MUN hrukkóttari en annars.
takk fyrir mig og endilega látið mig vita ef ég hef verið að skrifa einhverja vitleysu en allavega prófið þið bara.