Úff….það er orðið svo kalt og dimmt úti og það sem mann langar helst til þess að gera á morgananna þegar maður vaknar er að kúra aðeins lengur í hlýjunni undir mjúku sænginni :)…..en….það er ekki hægt! Fólk þarf að mæta í vinnu og skólann!
Ég hef alls ekkert á móti svörtum en það sem ég vildi sagt hafa er það að fyrst veturnir eru svona kaldir og dimmir af hverju ekki að lífga aðeins upp á tilveruna og klæðast eitthverjum hlýjum litum t.d. ljósum litum og svo öllum fersku litunum t.d. appelsínugulu, rauðu, bláu og öllum þeim litum??
Svartur er náttúrulega alltaf í tísku við hvaða árstíð sem er og er náttúrulega líka alltaf jafn flottur og er mjög erfitt að fá leið á honum, en fyrst hann er alltaf í tísku afhverju þá að klæðast honum svona rosalega oft og mikið???
Ef t.d. skærir litir sem minna mann helst á að vera á sóbaðsströnd á bikiní á Flórída koma í tísku þá lífga þeir mjög upp á veturinn og hann verður ekki svona kaldur í tískunni!! Þú ert ekki að tapa neinu ef þú klæðist öðru en svörtu því hann er alltaf inni en það eru ekki alltaf skærir, ljósir og hlýjir litir inni svo endilega að nota tækifærið á meðan það gefst!!
Ef fólk á íslandi færi að klæðast meiri litum lífgaði það bæði upp á útlitið þeirra því fólk er ekki oft mjög litríkt í framan á veturna og lífga upp á tilveruna!!! Vetunir yrðu ekki svona kaldir í huganum á okkur og ósjálfrátt þá er manni hlýrra í svona lituðum fötum!!! ;)
love
/color…darma ;*