Kæru Hugarar
Nú er búið að krýna Ungfrú Evrópu 2002 en keppnin var haldin í Beirút fyrir stuttu en hún hefur síðustu tvö árin verið haldin þar.
Franska stúlkan Elodie Gossuin sem vann þessa keppni í fyrra krýndi arftaka sinn en stúlkan sem hún krýndi kemur frá Rússlandi og er nítján ára og heitir hún Svetlana Koroleva.
Helstu markmið Koroleva í framtíðinni er að eignast stóra fjölskyldu.
Í öðru sæti varð Ungfrú Þýskaland og í sætunum á eftir henni urðu fulltrúar Tyrklands, Hollands og Rúmeníu.
Berglind Óskarsdóttir var fulltrúi okkar í þessari keppni en því miður komst hún ekki í úrslit. Bergling var í öðru sæti hér í keppninni heima um Ungfrú Ísland en hún vann keppnina ungfrú suðurnes.
Kær kveðja Hallat :)