Gaman að verlsa föt
Hæbbz,
Mér er farið að finnast doldið leiðinlegt og óspennandi að versla mér föt í þessum fáu “flottu” búðum í Reykjavik. É'meina tískan í dag skiptir svo ótrúlega miklu máli, það vilja allir vera flottir í dag skiljiði. Það er bara til svo mikið af fjöldaframleiddum fötum og ekki eins og við séum eikkva mörg hérna þannig að það eru margir með eins stíl og margir sem eiga eins föt. Ég er samt hrifin af búðum sem eru með svona…sérhannaðar flíkur eins og í t.d. Spakmanns spjörum, Fantasíu, Dýrinu ofl. Kannski eru ekki alveg allir sem eiga efni á því að kaupa sér sérhönnuð og dýr föt, mér finnst allavega sniðugt að kaupa mér eina og eina flík með löngu milli bili og safna bara. Ég er farin að kaupa mér bara töff efni og láta sauma á mig flíkurnar eins og ég vil hafa þær (gott að eiga systir sem er fatahönnuður! ;) . En ok, hvað finnst ykkur? Finnst ykkur ekki doldið óspennandi að kaupa föt hérna?