Kæru Hugarar, ég ákvað að lífga aðeins upp á hér og senda inn einhverja grein.
Ég hef oft verið að pæla í því hvort ég ætti að lita á mér hárið eða þá hvernig.
Ég held að ég sé nokkuð sátt við hárið mitt eins og það er en bara ef maður fer að pæla í því hvernig hár maður vildi vera með veit ég ekki, þá myndi mig örugglega ekki langa að lita neitt á mér hárið.
Hvernig háralitur finnst ykkur flottastur, hvernig væruð þið til í að vera með á litin ef þið mættum ráða og hvernig er háraliturinn ykkar núna.
Núna eru jólin að koma og svona og margir fara í klippingu eða hárgreiðslu eða eitthvað fyrir hárin en þá fer maður að pæla í hvernig það væri að vera með öðruvísi klippingu en maður er með og kannski gera eitthvað ýkt eða hafa þetta bara svona plein.
Ég held samt sjálf að ég haldi mig við klippinguna eins og hún er núna hjá mér en hvernig væruð þið til í að láta klippa ykkur svona fyrir jólin en samt væri maður ekki til í að láta líða yfir fólk út af einhverjum gríðalegum breytingum en samt pælið í þessu og sendið inn svar.
Ég varð að senda einhverja grein, mér fannst eins og þetta áhugamál sé dautt, það eru bara engar greinar en allavega núna hafið þið eitthvað nýtt að lesa af greinum svo fagnið því.
Kær kveðja Hallat og vonandi hafið þið það öll sem best um jólin sem eru eftir fáeina daga!!!