smá grein um Barbie:)
Barbie dúkkur að mínu mati eru bara flottar, ég meina þær eru alltaf í flottum fötum, vel vaxnar og eru með flott hár. Margar konur eru á móti barbie því að litlar stelpur vilja vera eins og barbie, og segja það að barbie gæti ekki staðið í lappirnar ef að hún væri til í alvöru, en afhverju er verið að pæla í því? Ég meina þetta er bara dót. Þú getur skipt um föt á henni, og það eru til ógeðslega flott föt á barbie, og þú getur greitt á henni hárið eins og þér finnst flott. Barbie dúkkur eru allar eins í laginu en svo eru til barbie með ljóst, brúnt og rautt hár, og húðarliturinn dökkur og ljós. Ég held samt að lang algengustu barbie dúkkurnar vera ljósærðar.
Barbie á líka kærasta sem heitir Ken:) (ég hélt nú samt að hann væri pabbi hennar þegar ég var lítil) hann er líka fullkominn eins og barbie, það er líka hægt að skipta um föt á honum en það er ekki hægt að greiða á honum hárið því að hann er bara með mótað hár úr plasti eða einhverju svoleiðis.
Svo eru líka fylgihlutir, þeir eru ógeðslega margir, þeir eru til dæmis bangsar, naglalakk, hármaskari, hjól, hlaupabretti og fleira. En hvernig finnst ykkur barbei dúkkurnar vera? hvernig dúkkur eru flottastar?
kveðja Dísagirl