Nú veit ég ekki hvort ég er að ganga of langt í femínistanum, en ég tel mig reyndar ekki feminista.

Ég var að horfa á popptíví áðan og þá kom nýjasta myndbandið með Christinu Aguilera, Dirty.
Ég fór aðeins að fylgjast með því og málið er að það er ekki eitt atriði í myndbandinu sem sýnir hana í einhverju sem hylur einn sentímetra fyrir neðan rass og það er alltaf verið að káfa á henni og eitthvað. Hún er líka að dansa svona frekar djarfa dansa við jafn konur sem karlmenn.
Spurningin er; er ekki verið að ganga of langt?
Málið er að margar litlar stelpur, svona kannski tíu ára gamlar, líta upp til svona söngkvenna og það er oft sem maður heyrir þær hringja inn í Pikktíví og biðja um þetta lag. Svo er annað og það er að unglingsstrákar hringja líka og þegar einn var spurður hvort honum finndist lagið flott, þá sagði hann nei og sagðist bara vilja sjá einhverja rassa!

Nú lifum við á tímum auglýsingaáróðurs og þegar stjörnurnar líta svona út er meiri hætta á því að ungum stelpum fari að líta á sig sem feitar, jafnvel þó svo þær gætu ekki verið eðlilegri! Þá birtast ýmsir sjúkdómar, s.s. lotugræðgi, anorexía og fleiri geðrænir sjúkdómar.

Hvað er málið???
Nú er ég manneskja sem fæ kannski ekki mikla athygli fyrirútlitið heldur frekar persónuleikann (reyndar útlitið líka stundum en meira persónuna). Ég er ekki tággrönn, með aflitað hár og flottan rass og flott brjóst og allt það og stundum líður mér illa þegar ég er í kringum vini mína (karlkyns) þegar þeir tala um að þessi og þessi “gella” sé flott og svona. Strákarnir eru nefninlega farnir að dæma líka. Þetta fer að verða alveg rosaleg staðalmynd. Og svo er öllu breytt í tölvu og þú finnur ekki manneskju sem er svona “pörfekt”. Hún er bara ekki til.

Þetta eru bara svona pælingar hjá mér sem ég vil koma á framfæri.

Kveðja,
*mmus*