Hefur Kaninn gengið of langt?
Ástæðan fyrir því að ég pósta þessa grein hér er að mér satt að segja blöskraði þegar ég sá þessa auglýsingu. Hún er um nýjan þátt sem verður frumsýndur bráðlega á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum. Sumir hafa kanski heyrt um hann, en hann heitir “Extreme Makeover” og er nokkurn vegin það nýjasta í þessu raunveruleika sjónvarpi hefur verið að tröllríða sjónvarpsstöðvum um allan heim seinustu árin.
Nema hvað, þátturinn fjallar semsagt um 3 manneskjur sem voru valdar úr hópi fleiri þúsunda umsækjanda, og þessir heppnu þrír fá semsagt “extreme makeover” eða helling af nýjum fötum, klippingu,einkaþjálfara og nema hvað helling af lýtaaðgerðum.
Ég fór nú og leitaði uppi mynd af þessum “heppnu þrem” og verð að segja að ég hef nú séð ljótara fólk.
Þetta er semsagt fólkið og hvaða aðgerðir þau fóru í..
Fyrst er það Stacy 31 árs starfsmaður á heilsugæslu, fékk nef aðgerð, lipo, augnapoka lyftinu, augnbrúnalyftinu, kynnbeinalyftinu, augnaðgerð og tannaðgerð.
Svo er það Luke, takið eftir, einkaþjálfari, fékk nefaðgerð, magalögun (án efa var potað í hann “sixpack”) og lögun á tönnunum.
Síðast en ekki síst, var það hún Stephanie, 29 ára tryggingakona og einstæð móðir, fékk líka þessa fínu nefaðgerð, silkón í júllurnar, lipo, augnaðgerð og tannaðgerð.
Okei, þetta er nú ekki myndalegasta fólk í heimi, en hvað haldið þið að það séu margir í heiminum sem lýta virkilega út eins og selebin þarna í Hollívúd? innan við 2%. Mér finnst þetta bara ótrúlegt með meiru.
Eru virkilega svona miklar kröfur um að líta vel út? Kanski er það eitthvað öðruvísi þarna í Kanalandi eða er ég ekki að taka eftir því?
Mig langar virkilega að heyra hvað ykkur finnst og sérstaklega í þeim, sem hefðu sótt um að komast í þennan þátt eða sóttu kanski um í alvörunni… Er fólk kanski almennt í röðum í lipo og brjóstastækkanir? Er ég bara svona þurrkuntuleg að hneykslast eitthvað yfir þessu eða hef ég rétt fyrir mér? Er þetta ekki komið útí öfgar.
Sérstaklega tók ég eftir því að báðar konurnar voru sendar í lipo, en á myndinni sá ég nú ekki að þær væru eitthvað sérstaklega feitar. Þau eru nú öll með frekar furðuleg nef en er virkilega ástæða til að reyna eitthvað að breyta þessu?
Erum við ekki flest bara fín eins og Guð, alheimsorkan (settu inn hér það sem þú vilt) skapaði okkur..
æ, ég er hætt að röfla..
kv alren
linkur á síðu ABC:
http://www.abc.abcnews.go.com/specials/extreme_makeov er.html
(p.s. tek það fram að sumt af þessu var þýtt úr ensku og er ekki fullkomnlega þýtt…)
Til að svara þeim sem eiga kanski eftir að spurja, þá er ástæðan fyrir því að ég setti þessa grein á tísku og útlit er augljós tenging við útlitsþátt þessa þráðs.)