Hermannabuxur!
Mér finnst hermannabuxur ógeðslega töff, bæði með munstri og bara svona mosagrænar. Ég veit ekki hvort mér finnst flottara svona stuttar eða alveg síðar. Ég var allavega að skoða svona buxur í kringlunni og smáralindinni, mátaði örugglega 10 svona buxur í minnstu stærð en þær voru alltof, alltof víðar eins og flestar buxur á mig sem ég er mjöf fúl yfir, en ég ætlaði sko að biðja mömmu um svona hermannabuxur í jólagjöf en það var bara ekki til nema alltof stórarbuxur ég fór í sautján, mótor og vila en þá ákvað ég í staðin að finna flotta úlpu. Þannig að ég fór að leita af úlpum og rakst inní Vera moda og fann þá í þessar æðislegu hermannabuxur sem pössuðu mér og ég brosti allan hringinn:)
Þær voru síðar með stórum vösum og bandi neðst á skálmunum svo ég get stitt þær ef að ég vil. Þær voru ekki með neinu munstri, bara mosagrænar en það fylgdi belti með.
Ég fann líka röndótta peysu sem var mosagræn eins og buxurnar og það passaði geðveikt vel saman.
En hvernig finnst ykkur hermannabuxur? Hvort er flottara með munstri eða ekki?