ég spyr
er einhver hér sem virkilega nennir að eyða kannski 2-3 tímum á dag í að mála sig áður en farið er út?

Ég bjó einu sinni með stelpu sem eyddi að minnsta kosti 2 tímum á dag í að mála sig, jafnvel þó hún væri bara að fara að hlaupa út í búð! Mér finnst það svo sorglegt!

Persónulega þá mála ég mig örsjaldan, þá bara um helgar eða ef ég er að fara eitthvað sértakt, kærastinn minn vill ekki sjá að ég sé máluð honum finnst það svo mikill óþarfi.

Og líka stelpur sem vakna 2 tímum fyrr til að mæta fullkomnar í skólann. Eyða klukkutíma í að mála sig og öðrum í að velja sér föt. Hvað græða þær á þessu? (ég er ekki að gera lítið úr einum eða neinum, mér finnst þetta bara rosalega skrítið)

Lítið á strákana, þeir vakna og fimm mínútum seinna eru þeir á leiðinni út. Afhverju getur þetta ekki bara verið eins með stelpur? Það er svo leiðinlegt að sjá svona stelpur sem eru alltaf stífmálaðar, í óþægilegum, alltof þröngum fötum og pinnahælum. Það er alveg hægt að vera aðlaðandi og hafa kynþokka án þess að þurfa að gera þetta.


Ég veit ekki, kannski er ég bara að bulla en endilega komið með ykkar komment

Kveðja,
Isabel :)