Ég var að taka þátt í hönnunarkeppni í byrjun ´nóvember innan skólans sem kallast Stíll.
Okkur gekk alveg rosalega vel í þessari keppni og lentum í 2 sæti sem ég tel nokkuð góðan árangur.
Ég hannaði ekki fötin heldur var það vinkona mín sem sá um það og var þetta býsna flott hönnun.
Svo um miðjan nóvember tókum við aftur þátt en nú voru það allir skólarnir í Hafnarfirði sem tóku þátt og þar gekk okkur líka vel en samt komumst við ekki í neitt sæti og fengum ekkert fyrir (eða jú ég fékk appelsínugula rós en vinkona mín ekkert)
Svo er ég að hugsa um þetta er ekki bara mismunandi eftir dómurum hvernig manni gengur?
Og ef það hefðu verið sömu dómararnir í seinni keppninni hefðum við þá frekar unnið eitthvað?
Svo er lokakeppnin í stíl núna í lok nóvember (28) og við megum ekki taka þátt þar vegna þess að við vorum ekki í fyrsta sæti í skólanum okkar en ef dómaranir í keppninni sem er að koma eru á þeirri skoðun að okkar sé flott, ok þau fá ladrei að sjá það því við höfum ekkert tækifæri til að sýna þeim það!!!
Svo vil ég taka fram að þau sem lentu í fyrsta sæti í skólanum okkar unnu heldur ekkert í hafnarf. keppninni þannig að erum við ekki jöfn??
vona að þið skiljið eitthvað í greinini og getið hjálpað mér að fatta þetta allt saman
kv. Sigurast