HÆ hæ! Ég var að horfa á þáttin ,,Egó“ á Ríkissjónvarpinu (stöð1) og finnst nokkuð til í þessu sem sagt er.
Eins og þið vitið kannski eru margar stelpur á aldrin 11 ára og eldri…já 11 ára þó ungt sé eru farnar að fara í megrun til að grennast til að falla inn í poppsöngkonu fyrirsætu lúkkið þær klæða sig flestar eins og 20 ára kvensur. Enn það eitt sem þær gera sér ekki grein fyrir þetta eru ekkert ekta gellur í tónlistarmyndböndunum. Það er búið að lyfta brjóstunum, blanda húðlitnum saman þannig ekki sjáist í æðar, skera smá hluta af lærunum í tölvu, maginn gerður flottari, andlitað litað betur auk þess að það er búið að farða þær í framan fyrir myndatöku.
Þetta finnst mér einum of langt gengið, það liggur við að það sé annar hver krakki (unglingur) í dag sem er ekki sáttur með útlit eða vaxtarlag þó það sé eðlilegt. Ég hef lesið neyðarlínuna núna undanfarið í unglingablaðinu Smelli og önnur hver spurningin þar er: ,,er ég ekki of feit er 160 á hæð og 40 kg mér finnst ég vera að springa úr fitu” þú veist stelpur hvað er að?
Ég ætla bara að segja ykkur að það er í lagi að vera vel til fara, mála sig við merkilegar uppákomur og lýta vel út. En að ganga í G-streng um allt með eina málningarklessu framan í sér að deyja úr anorexíu og segja hæ strákar er ég ekki flott er ASNALEGT og SÉRSTAKLEGA mikið á þessum 11-13 ára.
Ég á stráka vini og þeir segja að þeim finnist þetta bara asnalegt og að sleppa að læra heima og reykja og drekka til að vera cool er EKKI cool.
Voni að eitthver í raun margir séu sammála þessu nöldri
Takk Misty
P.S. og þetta á myndinni er einum of, ekki satt?