Jæja, ég er rosalega forvitin að vita hvað fólki finnst. Hvað kallið þið hina fullkomnu konu í dag? Er það kona sem er með alveg geggjaðan kropp, lýtalaus í alla staði og klæðist eftir nýjustu tísku, alltaf á hælum, nýþröngum fötum og stífmáluð?
Að mínu mati er hin fullkomna kona : Hún er manneskja sem geislar af ánægju og sér fegurðina í öllum hlutum.
Hún dæmir engan fyrirfram og lætur sér líka vel við alla.
Hún ber sig vel, hefur fallegt bros og hefur eitthvað smotterí á kroppinum til að klípa í. Hún klæðir sig venjulega á daginn, bara í strigaskóm, gallabuxum og sætri peysu eða bol, en passar sig samt alltaf á að vera snyrtileg til fara. Ef hún fer eitthvað fínt geislar hún af fegurð, og er fáguð en ekki glennuleg.
Hún hefur sína galla, hún vaknar úldin á morgnanna eins og hver annar og er ekki almennilega vöknuð fyrr en eftir fyrsta kaffibollann. Hún fer í vont skap eins og allir en hún passar sig á því að láta það ekki bitna á öðrum.
Hin fullkomna kona hefur marga galla, hún ætti ekki að vera talin fullkomin vegna fullkomins líkama eða útlits, heldur út af smáatriðunum.
En hvað finnst ykkur? Hvað finnst ykkur hin fullkomna kona útlitslega séð?