Sælir notendur /tilveran - og í raun allir notendur Huga.

Þar sem þið fenguð að bæta “Nýjar umræður” kubb hingað inn, hefur leshópur /forsíðan - sem var stærsti leshópur Huga, skipst á milli þessara tveggja síðna.

Þetta gerðist áður en ég kom til valda sem Ritstjóri - og velur mér nokkrum vandræðum. Í raun og veru vil ég ekki sjá gildi /forsíða sem “yfirlitssíðu” og sem síðu þar sem stjórn Huga nær til sem flestra notenda sinna réna, en þar sem þessi hægðarauki var settur hingað inn vil ég heldur ekki kippa honum af ykkur þar sem ég veit að þetta er vel þegin viðbót við áhugamálið.

Annað sem hefur gerst er að “tölfræði” Huga hefur einnig verið færð hingað inn - en á í raun heima á /hugi. Um svipaðan vanda er þar að ræða, þar sem verið er að réna gildi nokkura áhugamála Huga með þessum gjörðum. Þó vil ég heldur ekki breyta þessu, allavega ekki fyrst um sinn, með hvorugan þáttinn.

Hinsvegar verða stjórnendur /tilveran, sem og notendur hennar, að þola eina breytingu. Ef yfirstjórn Huga sér ástæðu til þess að ná til sem flestra notenda sinna, verður sú tilkynning að vera tvíbirt - og þar af leiðandi skipta umræðunum milli tilkynningar á /forsíðan og tilkynningar á /tilveran. Þetta ætla ég að prófa fyrst um sinn. Ef þetta reynist illa, má fara svo að ég verði að fjarlægja “nýjar umræður” af /tilveran til að halda /forsíðu sem helstu “yfirlitssíðu” og þeim vettvangi þar sem næst til flestra notenda Huga með tilkynningar og annað sem þörf er á að sem flestir lesi.

Kv,
Ritstjóri
"People hardly ever make use of the freedoms that they do have, like freedom of thought. Instead they demand freedom of speech as compensation" - Kirkegaard