Um þetta:

http://www.hugi.is/tilveran/announcements.php?page=view&contentId=6729186

Hættið að segja “Áhugamálið er dautt” án þess að vita um hvað þið eruð að tala.

Regla: Þráður verður að hafa verið uppi á áhugamáli í 24 tíma MINNST áður en þú mátt endur-senda á /tilveran með þessari afsökun. “Neyðartilvik” eiga samt rétt á sér strax.

Ég er samt ekkert voða strangur á því hvað á heima hér og hvað ekki, bara eitthvað sem er virkilega augljóst (og á að sendast á virkt áhugamál).


Sjálfum finnst mér verra þegar einhver biður um hjálp á vitlausu áhugamáli frekar en annað. Umræður um Pokémon leiki eða flotta bíla eiga heima hér þannig séð, en ekki spurningar sbr. "Hvar get ég fundið XP boost hlutinn!?“ eða ”Hvar get ég keypt osum bíl á lágu verði?!“. Þannig þræðir deyja nefnilega strax.

Ég er miklu meira linur á þessari reglu ef að það skapast umræða. Þú getur meira að segja, ef þú vilt skjóta inn spurningu á /tilveran, smogið henni í lok þráðar sem fjallar um sama efni. ”Hæ! Djöfull er Pokémon awesome leikur, ég er kominn langt sko, búinn að vinna 6 master trainers, en þið? En vitiði nokkuð hvar er hægt að finna XP boost itemið?"

Þið notið samt áhugamálið, hvað finnst ykkur? Sammála mér að hér á hvaða umræða sem er rétt á sér enda oftast vinsælar, en minni spurningar yfir á sér (rétt)-áhugamál?