Var að aka í vinnuna í gærmorgun með konunni, í útvarpinu var verið að ræða kjör kennara, ég missti af stórum hluta af þessu spjalli vuð ffforsvarsmann kennara en ég hnaut ég um eftirfarandi:
Hver kennarastund er 40 min.
Undirbúnings tími kennara til að undirbúa tímann er 20 mín
í hverri viku er tekinn frá tími til verkefna undir stjórn skólastjóra, mér heirðist þetta vera 14,5 tímar í viku en konan sagði að þetta hefði verið 9,5 tímar
Sumarleyfi eru 6 vikur,,, sem stemmir ekki við minnst 9 vikur hjá nemendum (hann var svolítið á reiki með þetta fulltrúinn, hvað kennarar væru að gera nemendalausir í mánuð eða meira)
Þetta kom semsagt fram í þær mínútur sem ég heyrði af þættinum en ég ætla að bæta við nokkrum ætemum sem allir vita af og ekki kom fram eða ég missti af ef þau komu fram í þættinum. Nú er það svo að það er 38 stunda vinnuvika á íslandi, 3 til 5 vikna sumarfrí hjá flestum og mismunandi stutt jólafrí páskafrí etc. Í skólanum eru frímínútur eftir hverja kennslustund, ég held 5 eða 10 mínútur venjulega og 15 mínútur í löngufrímínútur.
Það eru frídagar hjá nemendum nokkrusinnum á önn fyrir fundarhöld kennara., það eru haust frí og vetrarfrí fyrir bæði kennara og nemendur, og mjög langt jólafrí, páskafrí osfrv. sem eru mun lengri en hjá almennu launafólki. Þetta þarf að hafa í huga þegar það er skoðað sem að ofan er skrifað, að á 38 stunda vinnuviku, fer 50% burtu af námstímanum, í undirbúning. Semsagt 19 klst. á viku , en bíðiði við, ef við nú byrjum á að taka þessa 10 tíma tæpa sem konan segir að skólastjórinn ráðstafi kennurum og komi ekki nemandanum við, þá er vikan náttúrlega kominn í 28 stundir í viku bara svona up front. Þá eru kennarar að kenna 14 stundir í viku, það er að segja ef þeire vinna með nemendum í frímínútunum???? En þeir gera það ekki …er það??
Nei að sjálfsögðu ekki, þá er rétt að reikna með að undirbúningstími plús frímínútur sé svona 30 mín, móti kennslustund uppá 40 mín. Semsagt meira en 50% af tímanum fer í þetta og þegar tekið er tillit til þess að fríin sumar, jóla pásk os.frv.eru mun lengri, sumarfrí sennilega 30 dögum lengra en hjá okkur hinum, er ljóst að kennarar vinna með nemendum undir 10 klst á viku miðað við eðlilega viku hjá venjulegu launafólki.
Halló!!! Halló!!! Þetta fólk er ekki að vinna vinnuna sína ,, ekki fyrir okkur og börnin okkar. Þetta er hálfsdags starf fyrir kennarann, og ekki nema ¼ starf fyrir nemendur ,, og það er það versta að ala börnin ökkar upp við svona slægleg vinnubrögð og óábyrga afstöðu til tímans sem verið er að nota ( eða ekki nota).