maður heyrir nú stundum fólk kvarta undan því að þurfa að fara út eða þegar það má ekki reykja á vissum stöðum. kannski svörtu sauðirnir, en nokkrir þó.
ég ætla ekki að segja neitt um aðra málsgreinina þar sem ég næ ekki alveg hvernig hún kemur málinu við.
það að reykja er heimskulegt, því að þó að þér finnist það flott og þó að þér “líði vel” við það þá vega eiturefni, sjúkdómar og
gífurleg peningaeyðsla meira þegar á heildina er litið. ég sagði samt ekki að fólk mætti ekki reykja eins og því sýndist, fyrst að ekki er hægt að banna fólki að hoppa fram af klettum eða drekka málningarþynni þá þýðir nú varla að banna fólki að reykja.
ég veit að reykingafólk borgar stóran hluta af sköttum og öðru þvílíku, en eins og fáir aðrir er ég nú frekar að hugsa um heilsu og vellíðan annara frekar en eigin pyngju.
fyrst þú skildir ekki þetta með óréttinn þá nenni ég ekki að útskýra það, sleppum því bara.
annars var meginhugsunin við svarið mitt að styðja nú fyrsta ræðumann, steiny, þar sem hann var einn hérna að kvarta undan reykingum og einu svörin voru frá fólki sem voru að verja reykingar. ég var nú bara smá að hjálpa honum, þar sem enginn annar ætlaði að gera það.<br><br>——————————
ruglubulli 2002
,,allar alhæfingar eru slæmar“
,,peningar eru gulls ígildi”