Hugi.is
Ég var að lesa moggann um daginn og þá rakst ég á fyrirsögnina ,,Hugi.is” svo fyrir neðan stóð ,,Þar sem fólk talar um áhugamálin sín (eða eitthvað þannig)”
Það er eitthvað ekki alveg rétt við þetta. Ég veit hvað það er. Fólk er ekki að tala um áhugamálin sín. Svona 10% af ykkur gera það en hin 90% af ykkur rífast við aðra um þeirra áhugamál og þeirra skoðanir. Það er engin sammála um neitt.
Svo er ekki sama við hverja þið rífist. Stundum koma tvær til þrjár greinar inn á sama áhugamálið, allar um það sama. Á einni af þessum greinum eru allir ósammála höfundinum en á hinum tveim eru allir sammála.
Þetta er hlutur sem mér finnst fáránlegur. Mér finnst hann fáránlegur því að fólk á nú að geta komið skoðunum sinum á framfæri á þess að lenda í árásum við alla.
Hér kemur dæmi sem ég sjálfur lenti í:
Ég lét grein inn á Star Trek og hvað ég hataði Star Trek. Auðvitað fékk ég að heyra það hjá ykkur Star Trek fan en það var líka tilgangurinn. Ég ætlaði að láta inn grein svo ég yrði fyrir árás. Það virkaði mjög vel.
Ég er hættur núna að láta diss-greinar inn á huga því ég vissi ekki að þetta færi svona fyrir brjóstið á sumum.
En svo lét ég grein inn á DVD og var ekki að gera út á einn eða neinn þá fékk ég samt fullt af álitum frá Star Trek fan-unum sem voru ennþá að dissa mig út af Star Trek greininni minni. Á annarri grein þar sem orðin Star og Trek voru ekki nálægt.
Af hverju? Af því að sumir hafa svona ógeðslega gaman af því að rífast. Það pirrar mig.
Kannski er ég sá eini sem hefur þessa skoðun en samt.
Veriði blessuð