Halló allir,
sérstaklega stjórnendur á Huga.is, bezta íslenska vefjarins :0)

Hér er smá könnun eða þannig.
Þannig er að ég sendi inn könnun á Rokk (eða tónlist, man það ekki alveg, allavega..) ég fékk jákvætt og um leið neikvætt svar til baka. Svarið var einhvernvegin þannig að könnunin átti að birtast u.þ.b. mánuði eftir að ég sendi hana inn. Sem er ekki nógu gott! Tilgangurinn með könnuninni var nefnilega aðallega til að vekja athygli á ákveðnu lagi sem var nýkomið út o.þ.a.l. þess eðlis að hún er löngu búin að missa marks þegar könnunin er loksins birt. Þá fara fjölmargir huga “snillingar” að gagnrýna höfund fyrir það hvað þetta sé nú mikil vitleysa, og hann fer að gráta sig í svefn á kvöldin. Nei kannski ekki alveg :)

Hvað um það, mín spurning er svona: Er ekki bara hægt að birta fleyri kannanir í einu. Ég meina ég hef persónulega mjög gaman af því að taka þátt í könnunum og sjá hvað öðru fólki finnst.

Rokk (eða tónlist) er nefnilega ekki eina áhugamálið hér á Huga sem er yfirfullt af könnunum. T.d. er fólk vinsamlegast beðið um að senda ekki inn kannanir á Kvikmyndir, vegna þess að þar hafa þeir nógu mikið af könnunum til að endast þeim fram á næstu öld. Næstum því.

Ég hugsa að hluti af vandamálinu sé stigakerfið. Þó svo að það sé reyndar mjög góð hvatning líka að vissu leiti. Kannski væri hægt að hafa eitthvað annað kerfi fyrir kannanir. T.d. að þeir sem væru með mestu stigin fengu meiri rétt til að senda inn kannair o.þ.h. Þá væri það þannig að þeir sem senda inn flestar (og bestar?) greinar fá líka að senda inn fleyri kannanir.

Semsagt kannir, fleyri og betri og stigakerfið í endurskoðun.

kv.
SG